Fornar strandminjar
Hér er fornum strandminjum skipað eftir fjórðungaskiptingu Íslands frá 965 sem kom þá til sögunnar vegna framfærslu og dóma en urðu seinna eiginleg stjórnsýsluumdæmi. Mörk landsfjórðunga, sem tekið hafa nokkrum breytingum frá upphafi, eru sem hér segir:
Vestfirðingafjórðungur nær frá Botnsá í Hvalfirði að Hrútafjarðará.
Norðlendingafjórðungur nær frá Hrútafjarðará að Helkunduheiði og Skoruvíkurbjargi á Langanesi.
Austfirðingafjórðungur nær frá Helkunduheiði og Skoruvíkurbjargi á Langanesi að Skeiðará.
Sunnlendingafjórðungur nær frá Skeiðará að Botnsá í Hvalfirði.