Bjarnarhöfn

Bjarnarhöfn

Í Bjarnarhöfn eru minjar um útgerð og siglingar. Á Búðatanga (Kumbaravogi) má sjá leifar verslunarbúða á stóru svæði. Þar var verslunarstaður líklega frá því í lok miðalda fram um 1700. Suðaustur frá Búðatanga undir hamri einum er tóft sem kölluð hefur verið Hamarnaust. Annað ,,Hamarnaust” er vestur af bænum niður við sjóinn. Þar er þó fremur um vör að ræða. Allar þessar minjar voru friðlýstar árið 1928 auk svokallaðs Bjarnarnausts sem nú virðist horfið.Þetta vefsvæði byggir á Eplica