Sýningar og setur

Fyrirsagnalisti

Ósvör Bolungarvík

Sjóminjasafnið í Ósvör er einstakt í sinni röð. Bolungarvík hefur verið nefnd elsta verstöð landsins og víst er að þar hefur verið útræði frá upphafi Íslandsbyggðar. Þar er verbúð, salthús, fiskihjallar, sexæringur, dráttarspil, fiskireitur og útihjallar. Inni við eru munir sem tilheyra árabátatímanum, skinnklæði sjómanna og ýmis verkfæri og munir sem voru vermönnum nauðsynlegir til daglegra nota.

Lesa meira
dushus

Bátasafn Gríms Karlssonar

Bátasafn Gríms Karlssonar var opnað í Duushúsum á lokadaginn 11. maí 2002.  Þar má sjá rúmlega 100  líkön af bátum og skipum úr flota landsmanna. Líkönin smíðaði listasmiðurinn Grímur Karlsson, fyrrverandi skipstjóri úr Njarðvík.  Eftir að hann hætti til sjós hefur hann smíðað bátalíkön af einstakri ástríðu og rekur með því þróun báta á Íslandi frá árinu1860 til vorra daga.  Sýningin er fyrst og fremst umgjörð um bátalíkönin en í gegnum þau ásamt fjölda mynda og muna frá Byggðasafni Reykjanesbæjar, er rakin saga sjávarútvegs á Íslandi.  

Lesa meira

Fransmenn á Íslandi

Á safninu Fransmenn á Íslandi er saga franska skútusjómanna á Íslandi rakin á fjölbreyttan hátt. Blómatími þeirra hér við land var frá fyrri hluta 19. aldar til 1914, á þeim árum voru hér árlega 5000 menn að veiðum. Á Fáskrúðsfirði reistu Frakkar sjúkraskýli, sjúkrahús, kapellu og hús fyrir konsúlinn. Allar þessar byggingar standa enn.

Lesa meira

Saltfisksetrið í Grindavík

In Grindavik is one of Icelands biggest fishing fleet,and most of their catches go to the local factory that specialises in processing salted fish for export. In the late 19th century, salted fish was to Iceland what oil is to Saudi Arabia, and indeed, the image of a golden cod was on Iceland's original coat of arms.

Lesa meira

Hvernig varð nútíminn til?

Sýningin “Hvernig varð nútíminn til?”. Farið er yfir áhrif vélvæðingar fiskiskipanna á þróun samfélagsins. Leikmynd, munir, auk lifandi og stafrænnar leiðsagnar opna gestum sýn hvernig þetta framfaraspor var undirstaðan að breyttum lífsháttum þjóðarinnar.

Lesa meira
Reykir

Byggðasafnið á Reykjum

Á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna er hákarlaveiðum við Húnaflóa gerð góð skil. Safnið er að hluta til byggt utan um hákarlaskipið Ófeig sem smíðaður var 1875 eingöngu úr rekavið. Ófeigur er 11.9 m á lengd og 3.3 m á breidd. Hann bar 55 tunnur lifrar. Hákarlavertíðin stóð síðari hluta vetrar og var Ófeigur notaður til hákarlaveiða til ársins 1915, alls 33 vertíðir. Frá 1915 til 1933 var hann hafður til viðarflutninga.

Lesa meira
Hvalasafnid

Hvalasafnið á Húsavík

Hvalasafnið á Húsavík gegnir lykilhlutverki í fræðslu og upplýsingamiðlun um hvali og lífríki þeirra hér við land. Í 1600m2 sýningarrými er að finna margvíslegan fróðleik um hvali og samskipti manna og hvala, s.s. hvalveiðar, hvalreka, hvalaskoðun og þróun tegundarinnar. Beinagrindur af 9 tegundum hvala gefa góða mynd af stærð og mikilfengleika þessara stórkostlegu dýra..

Lesa meira
selasetur

Selasetur Íslands

Í Selasetri Íslands á Hvammstanga er sýning og fræðslumiðstöð um seli við Íslands. Þar er að finna ýtarlegar upplýsingar um seli og hvar er hægt að sjá þá í náttúrulegu umhverfi. Á sýningunum er fjallað er um selveiðar og aðra hlunnindanýtingu sela við Ísland, útræði og búsetu við sjávarströndina

Lesa meira

Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum

Rakið er hvernig gæði lands og sjávar við Breiðafjörð voru nytjuð. Þar má nefna veiðar á sel, verkun hans og nýtingu, dúntekju og dúnvinnslu, eggjatöku og fuglaveiði. Í sama húsi eru breiðfirskir bátar.

Lesa meira
skogar

Byggðasafnið í Skógum

Byggðasafn Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga í Skógum er þrískipt, landbúnaðarsafn, sjóminjasafn og samgöngusafn.

Lesa meira


Þetta vefsvæði byggir á Eplica