Saltfisksetrið í Grindavík
Saltfisksetrið í Grindavík
-
Saltfisksetrið í Grindavík
- Hafnargötu 12a
- 240 Grindavík
- Netfang: saltfisksetur [hjá] saltfisksetur.is
- Vefur: http://www.saltfisksetur.is
,,Saltfiskur í sögu þjóðar“
Í glæsilegu 650 fm sýningarrými er sviðsett ferðalag í gegnum tímann, saga saltfiskverkunar frá upphafi rakin í tímaröð til þeirra daga er véltækni leysir mannshöndina af hómi. Ferðalangur fær á tilfinninguna að hann sé staddur í litlu sjávarþorpi frá 1930. Hönnuður sýningar er Björn G. Björnsson.
Saltfisksetur Íslands er byggt 2003. Húsið er 1250 fm og skiptist í 650 fm sýningarrými,320 fm listsýningarsal og 280 fm móttökusal. Í Saltfisksetrinu er rekin upplýsingamiðstöð Grindavíkur ásamt minjagripaverslun og kaffiteríu.