Heymaey

Heymaey

Skansinn í Vestmannaeyjum er virki sem var upprunalega byggt 1586 til að verja dönsku konungsverslunina fyrir ágangi Englendinga. Eftir Tyrkjaránið 1627 voru gerðar miklar endurbætur á Skansinum og dönskum herþjálfa falið að hafa umsjón með landvörnum þaðan.

Sunnan í Hánni eru gömul f
iskbyrgi. Fyrr á öldum var venja að flytja fisk að bjarginu og draga hann upp í fiskbyrgin sem byggð höfðu verið á syllum og snösum upp eftir öllu bergi. Þarna voru aðstæður góðar til að þurrka fisk. Í Tyrkjaráninu 1627 leitaði fólk skjóls fyrir ræningjunum í byrgjunum. Friðlýst 1931.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica