Básendakaupstaður

Básendakaupstaður

Á Básendum var ein af höfnum einokunarverslunar Dana. Þar var verslun 1484 til 1800 og sennilega fyrr á öldum einnig. Básendar eyddust í einhverju ofsalegasta fárviðri og sjávarflóði sem sögur fara af hér á landi 9. janúar 1799. Á einni nóttu sópaði flóðið flestum ef ekki öllum húsum hins forna kaupstaðar burt. Ein kona, roskin og lasin drukknaði. Enn sést vel til rústa á staðnum. Básendakaupstaður var friðlýstur árið 1930.Þetta vefsvæði byggir á Eplica