Háls

Háls

Höfnin á Búðasandi (Maríuhöfn) er þekkt úr heimildum frá 14. öld. Elstu minjar á staðnum hafa verið tímasettar til 10. aldar og yngstu frá því nokkuð fyrir 1500. Samkvæmt heimildum fóru um Maríuhöfn höfðingjar og kirkjunnar menn á leið til og frá landinu en í Hvalfirði er gott skipalægi. Minjarnar eru á um 220 metra löngu belti á sandinum og er hluti þeirra horfinn vegna seinni tíma framkvæmda. Minjarnar voru friðlýstar árið 1975.Þetta vefsvæði byggir á Eplica