Brjánslækur

Brjánslækur

Flókatóftir eru sex tóftir sem tengdar hafa verið Hrafna-Flóka Vilgerðarsyni. Ein þeirra virðist rústir skála og a.m.k. ein rúst nausts. Líkum hefur verið leitt að því að tvö naust til viðbótar séu á staðnum og jafnvel ein verbúð. Tóftirnar eru nefndar í Hauksbók sem rituð var um 1300 og þá sagðar mjög gamlar. Grafið hefur verið í þessar rústir án endanlegrar niðurstöðu um aldur þeirra og gerð. Tóftirnar voru friðlýstar árið 1930.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica