Tjörnesviti
  • Tjornes-vef

Tjörnesviti

Tjörnesviti var byggður árið 1929 eftir teikningu Benedikts Jónassonar verkfræðings. Vitinn er 12,6 m að hæð, steinsteyptur með sænsku ljóshúsi. Gasljós var í honum fram til ársins 1971 að hann var rafvæddur. Steinsteypt handrið Tjörnesvita heldur sér enn, en slík handrið eru nú sums staðar horfin af vitum frá svipuðum tíma. Vitinn var upphaflega hvítur að lit.Þetta vefsvæði byggir á Eplica