Hegranesviti
Hegranesviti
Hegranesvitinn, 9,6 m að hæð, var byggður árið 1937 samkvæmt teikningu Benedikts Jónassonar verkfræðings. Upphaflega var vitinn með steinsteyptu handriði og bogaþaki á anddyri sem nú hefur verið breytt. Vitinn var hvítur að lit með rauðri rönd um sig miðjan fram til 1966 að hann var málaður gulur.
Ljóshúsið er sænskt. Gasljós var í vitanum fram til ársins 1986 að hann var rafvæddur.
Raufarhafnarviti og Grímseyjarviti eru byggðir eftir sömu teikningu og Hegranesviti.