Rauðanúpsviti
  • Raudinupur-vef

Rauðanúpsviti

Fyrsti viti sem reistur var á Rauðanúp var járngrindarviti sem settur var þar upp árið 1929 en núverandi viti var byggður árið 1958. Hann er 7,9 m að hæð og byggður eftir teikningum Eggerts Steinsen verkfræðings.

Ljóshúsið á vitanum er af járngrindarvitanum. Upphaflegu gasljóstækin voru endurnýjuð þegar yngri vitinn var byggður og árið 1988 var vitinn rafvæddur.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica