Sauðanesviti við Siglufjörð
  • Saudanes-Sigl-vef

Sauðanesviti við Siglufjörð

Vitinn var byggður á árunum 1933–1934 eftir teikningum Benedikts Jónassonar verkfræðings og var í senn ljósviti og hljóðviti. Einnig var reist hús fyrir vitavörð.

Hljóðvitinn var í lægri turninum, nær sjónum, og sendi út hljóðmerki í dimmvirði og þoku. Hann var í notkun fram til 1992.

Sænskt ljóshús er á ljósvitanum. Gasljós var í honum þar til hann var rafvæddur árið 1962.

Föst búseta vitavarðar var á Sauðanesi frá því að vitinn tók til starfa og fram til ársins 1996.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica