Kálfshamarsviti
  • Kalfshamar-vef

Kálfshamarsviti

Árið 1913 var fyrst reistur viti á Kálfshamarsnesi. Það var áttstrent norsksmíðað ljóshús úr steypujárni sem nú er á Straumnesvita í Sléttuhlíð.

Núverandi Kálfshamarsviti var byggður árið 1940 en ekki tekinn í notkun fyrr en árið 1942 þar sem ekki tókst að afla ljóstækja í hann fyrr. Ljóstækin voru keypt frá Englandi og einnig ljóshúsið. Gasljós var í vitanum fram til ársins 1973 að hann var rafvæddur, magnað með 500 mm linsu.

Kálfshamarsviti er meðal vitaturnanna sem byggðir voru í fúnkisstíl eftir 1939 samkvæmt teikningum Axels Sveinssonar verkfræðings sem sótti fyrirmyndir til vita sem Guðjón Samúelsson húsameistari hannaði og til stóð að reisa í Þormóðsskeri á Faxaflóa en aldrei var byggður. Vitinn er 16,3 m að hæð, ferhyrndur steinsteyptur turn sem lagður er innfelldum lóðréttum böndum. Greinileg litaskipti vitans voru kölluð fram með svartri hrafntinnuhúð á böndin sem kölluðust á við ljósa kvarshúðaða veggfleti. Nú hefur vitinn verið kústaður með svörtu þéttiefni á dökku flötunum en hvítri sementsblöndu á þá ljósu.Þetta vefsvæði byggir á Eplica