Skaftárósviti
  • Skaftaros-vef2

Skaftárósviti

Árið 1911 var reistur járngrindarviti á Rifstanga á Melrakkasléttu sem stóð fram til ársins 1953 að hann var tekinn niður og fluttur að Skaftárósi þar sem hann stendur nú. Er þessi viti elsti járngrindarviti landsins.

Vitinn var smíðaður í Kaupmannahöfn, bæði járngrind og ljóshús. Hann var með gasljóstæki frá upphafi og fylgdi því svokallaður sólarventill sem lokaði fyrir gasstrauminn til vitaljóssins og slökkti á því þegar bjart var orðið. Var þessi viti hinn fyrsti hér á landi sem hafði slíkan útbúnað.

Ljósabúnaður vitans fylgdi honum þegar hann var fluttur þvert yfir landið frá Rifstanga að Skaftárósi og var gasljósið í notkun fram til 1989 en þá var vitinn rafvæddur.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica