Garðskagaviti eldri
  • Gardskagi-g-vef

Garðskagaviti eldri

Vitinn var byggður árið 1897 í umsjá dönsku vitamálastofnunarinnar og hannaður af starfsmönnum hennar. Vitinn er steinsteyptur, ferstrendur kónískur turn, 11,4 m að hæð. Ljóshúsið var úr járnsteypu, sömu gerðar og ljóshús Gróttuvita, en það ljóshús er nú Súgandiseyjarviti við Stykkishólm. Eins og sjá má hefur það verið fjarlægt af vitanum. Varðklefi úr timbri var byggður utan á vitann en steinsteypta viðbyggingin sem enn stendur var reist í hennar stað.

Ljósgjafi vitans var steinolíulampi en einföld katadíoptrísk snúningslinsa var notuð til að magna ljósið. Lóðagangsverk var notað til að snúa linsunni.

Notkun vitans var hætt haustið 1944 þegar yngri Garðskagavitinn var tekinn í notkun. Vitinn er nú friðaður.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica