Ólafsviti í Patreksfirði
  • Olafsviti-Patro-vef

Ólafsviti í Patreksfirði

Ólafsviti var byggður árið 1943 fyrir fé sem erfingjar Ólafs Jóhannessonar kaupmanns á Patreksfirði gáfu í því skyni. Þar sem ekki tókst að afla ljóstækja í vitann meðan á seinni heimsstyrjöld stóð var hann ekki tekinn í notkun fyrr en 1947.

Ólafsviti er 14,4 m hár steinsteyptur turn, sívalur og kónískur, með sænsku ljóshúsi byggður eftir teikningum Axels Sveinssonar verkfræðings. Hann var húðaður með ljósu kvarsi í upphafi en hefur nú verið kústaður með hvítu þéttiefni.

Gasljós var í vitanum fram til 1978 að hann var rafvæddur.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica