Langanesviti í Arnarfirði
  • Langanes-Arn-vef

Langanesviti í Arnarfirði

Vitinn stendur innanvert við Arnarfjörð og er auðséður þótt smár sé vegna gula litarins sem er tilkominn vegna óska sjómanna sem þykir auðvelda að koma auga á vitana svona lita. Áður en vitinn var málaður gulur var hann húðaður með ljósu kvarsi.

Langanesvitinn var byggður árið 1949 og er þessi steinsteypti smáviti, sem er aðeins 4,8 m að hæð, í hópi brúarvitanna þar sem ljóshúsið er innbyggt í vitahúsið. Axel Sveinsson verkfræðingur hannaði vitann.

Gasljós var í vitanum frá byggingu hans fram til 1993 en þá var hann rafvæddur með sólarorku.Þetta vefsvæði byggir á Eplica