Æðeyjarviti
Æðeyjarviti
Vitinn í Æðey í Ísafjarðardjúpi er steinsteyptur sívalur og kónískur turn, 12,8 m að hæð, byggður árið 1944 en ekki tekinn í notkun fyrr en 1949 vegna skorts á ljóstækjum. Hönnuður var Axel Sveinsson verkfræðingur. Ljóshús og ljóstæki fengust loks frá Englandi. Eins og tíðast var um vita á þeim tíma var gasljós í Æðeyjarvitanum í upphafi og fram til ársins 1988 að hann var rafvæddur.
Æðeyjarvitinn var húðaður með ljósu kvarsi utanvert en hefur nú verið kústaður utan með hvítu þéttiefni.