Arnarnesviti
  • Arnarnesviti-vef

Arnarnesviti

Fyrst var byggður viti á Arnarnesi við Skutulsfjörð árið 1902 en núverandi viti er járngrindaviti frá 1921 klæddur bárujárni. Ljóshúsið er íslensk smíð. Vitinn er 5,4 m að hæð. Í honum var gasljós fram til 1964 að hann var rafvæddur.

Arnarnesvitinn er af gerð elstu járngrindarvita og er sömu gerðar og hafnarvitarnir á Ingólfsgarði og Norðurgarði í Reykjavík sem byggðir voru í lok hafnargerðarinnar þar árið 1917. Arnarnesviti nýtur nú friðunar.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica