Streitisviti
  • Streitisviti-vef

Streitisviti

Fyrst var reistur viti á Streitishorni árið 1922 er þar var settur upp járngrindarviti sem smíðaður hafði verið á járnsmíðaverkstæði ríkisins í Reykjavík. Þessi viti var starfræktur fram til ársins 1958 en var þá fjarlægður þar sem byggður hafði verið viti á Hlöðu, skeri í sunnanverðu mynni Breiðdalsvíkur. Hlöðuvitinn féll um koll í miklu óveðri og sjógangi í janúar 1984 og var núverandi Streitisviti byggður í staðinn það ár.

Streitisviti er 12 m að hæð, steinsteyptur áttstrendur turn sem hannaður var af Steingrími Arasyni verkfræðingi. Ljóshúsið er sænskrar gerðar, úr trefjaplasti. Vitinn var rafvæddur frá upphafi.Þetta vefsvæði byggir á Eplica