Kolbeinstangaviti
  • Kolbeinstangi-vef

Kolbeinstangaviti

Vitinn var byggður árið 1942 og tekinn í notkun tveimur árum síðar þegar ljóstæki í hann fengust loks frá Englandi. Kolbeinstangaviti er 19,5 m að hæð og er byggður eftir sömu teikningu og Kálfshamarsviti. Vitinn var húðaður með ljósu kvarsi en hrafntinnumulningur er á dökkum flötum. Vitinn heldur þessum sérkennum sínum óbreyttum og er eini vitinn sem hafði þetta útlit sem ekki hefur verið kústaður með einhvers konar þéttiefni.

Gasljós var í Kolbeinstangavita fram til 1966 að hann var rafvæddur. Vitinn er í eigu sveitarfélags og umsjón Vopnafjarðarhafnar.Þetta vefsvæði byggir á Eplica