Sýningar og setur
Byggðasafnið á Reykjum
-
Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna
- Reykir
Sími: 451 0040 og 863 4287 - Netfang: byggdasafn [hjá] emax.is
- Vefur: www.simnet.is/reykirmuseum
Um safnið
Á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna eru hákarlaveiðum við Húnaflóa gerð góð skil. Safnið er að hluta til byggt utan um hákarlaskipið Ófeig sem smíðaður var 1875 eingöngu úr rekaviði. Ófeigur er 11.9 m á lengd og 3.3 m á breidd. Hann bar 55 tunnur lifrar. Hákarlavertíðin stóð síðari hluta vetrar og var Ófeigur notaður til hákarlaveiða til ársins 1915, alls 33 vertíðir. Frá 1915 til 1933 var hann hafður til viðarflutninga.