Samband íslenskra sjóminjasafna

Lög Sambands íslenskra sjóminjasafna

- samþykkt á stofnfundi 15. október 2006


1. gr. Félagið heitir Samband íslenskra sjóminjasafna. Lögheimili og varnarþing skal verða hjá formanni sambandsins hverju sinni.

2. gr.

Markmið félagsins eru:

 • skapa umræðuvettvang um sjóminjar

 • efla og skipuleggja varðveislu sjóminja

 • koma á samstarfi um skráningu

 • efla rannsóknir

 • efna til samstarf um sýningar

 • standa sameiginlega að kynningu á sjóminjum Íslands

 • berjast fyrir stofnun bátafriðunarsjóðs

3. gr.

Öll sjóminjasöfn, eða þau söfn þar sem aðallega er fjallað um sjóminjar eða muni tengda sjómennsku, siglingum og strandmenningu Íslands, eiga rétt á félagsaðild.

4. gr.

Félagið getur leitað eftir samstarfi og stuðningi allra þeirra aðila sem starfa á vettvangi fiskveiða og siglinga með einhverjum hætti. Einnig getur félagið skapað tengsl við erlenda aðila sem starfa á líkum grundvelli.

5. gr.

Til að þjóna yfirlýstum markmiðum mun félagið afla fjár með félagsgjöldum, frjálsum framlögum og leita til þeirra aðila sem styrkja starfsemi sem þessa.

6. gr.

Stjórn félagsins skal kosin til tveggja ára í senn og skipa hana 3 aðalmenn og 2 varamenn: Formaður, ritari og gjaldkeri. Þjóðminjasafn Íslands skipar 1 aðalmann og annan til vara. Formaður skal kosinn fyrst bundinni kosningu, en að öðru leyti skiptir stjórnin með sér verkum. Einnig skal kjósa 1 varamann í stjórn og 1 skoðunarmann reikninga. Reikningar skulu miðast við tvö almanaksár.

7. gr.

Formaður kveður til félagsfunda og stjórnarfunda og stjórnar þeim.

Ritari heldur fundargerðarbækur félagsins. Í fundargerð aðalfundar skal ávallt færa lagabreytingar ef samþykktar eru, svo og niðurstöður úr ársreikningum félagsins.

Gjaldkeri hefur á hendi fjárreiður félagsins og bókhald sem að því lýtur, þar með talin varðveisla sjóða, innheimta og greiðsla á reikningum.

8. gr.

Stjórninni er heimilt að ráða starfsmann í þágu félagsins. Stjórninni er einnig heimilt að fela starfsmanni hluta af starfi formanns, ritara og gjaldkera, s.s. ávísun reikninga, greiðslu reikninga, varðveislu sjóða, bréfaskriftir og önnur störf. Stjórnin ákveður laun starfsfólksins og vinnuskilmála.

10. gr.

Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi. Þarf einfaldan meirihluta fundarmanna til þess að breyting nái fram að ganga. Kynna skal tillögur til lagabreytinga með fundarboði.

11. gr.

Árgjald félagsmanna skal ákveða á aðalfundi.

12. gr.

Aðalfundur skal haldinn annað hvert ár og er hann löglegur ef til hans er boðað með viku fyrirvara. Á aðalfundi skal fyrir tekið:

 1. Skýrsla stjórnar um störf og fjárhag félagsins
 2. Kosningar skv. gr. 6.
 3. Lagabreytingar skv. gr. 10.
 4. Önnur mál

13. gr.

Verði starfsemi félagsins lögð niður af einhverjum ástæðum skal eigum þess skipt milli aðilarfélaga.

Stofnskrá fyrir samband íslenskra sjóminjasafna


 1. gr. Félagið heitir Samband íslenskra sjóminjasafna – skammstafað SÍS.


 1. gr. Aðalaðsetur skal vera hjá kjörnum formanni hverju sinni.


 1. gr. Samband íslenskra sjóminjasafna er sjálfstætt félag sem stofnendur og aðrir sem aðild eiga reka og bera ábyrgð á.


 1. gr. Hlutverk sambandsins er fyrst og fremst að vera umræðugrundvöllur fyrir sjóminjavörsluna í landinu og efla á alla lund samstarf sjóminjasafna á landsvísu.


 1. gr. Ekki skal stefnt að því að sambandið safni öðrum eignum en þeim fjármunum sem þörf er á hverju sinni í sameiginlegum verkefnum.


 1. gr. Stjórn sambandsins skal kjörin á aðalfundi sem haldinn er annað hvert ár. Stjórnin skal skipuð þremur mönnum og tveimur varamönnum. Þjóðminjasafn Íslands skipi einn aðalmann og annan til vara í sambandið. Stjórnin kýs sér formann og skiptir með sér verkum.


 1. gr. Á aðalfundi skal lögð fram skýrsla og reikningur tveggja síðustu starfsára.


 1. gr. Stjórn Sambands íslenskra sjóminjasafna skal standa vörð um hlutverk þess og gæta þess að starfsemin þjóni settum markmiðum. Hún ber ábyrgð á rekstri, fjárhag sambandsins. Stjórnin ræður jafnframt starfsmann.


 1. gr. Starfsmaður skal annast þau störf sem stjórn SÍS setur honum. Hann er ábyrgur fyrir að starfstilhögun sé í samræmi við hlutverk, markmið og gæðakröfur, m.a. hvað varðar sýningar og útgáfustarfsemi.


 1. gr. Tekjur sambandsins skulu fást með félagsgjöldum og styrkjum til sérverkefna.


 1. gr. Hafa skal samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands þegar við á, enda skipar það fulltrúa í stjórn sambandsins.


 1. gr. Samband íslenskra sjóminjasafna mun starfa að málefnum Félags íslenskra safna og safnmanna í sama anda og aðildarsöfnin hafa gert um langt skeið.


 1. gr. Ákveði stjórn Sambands íslenskra sjóminjasafna að leggja félagið niður skal þriggja manna skilanefnd, skipuð af stjórn SÍS, ákveða hvernig að félagsslitum verður staðið. Stjórn sambandsins getur með samhljóða samþykkt breytt skipulagsskrá þessari. Breytingar á henni verða aðeins samþykktar á löglega boðuðum fundi enda hafi tillaga um slíkt verið kynnt í fundarboði.


 1. gr. Stofnskrá þessi er samþykkt með undirritun fulltrúa aðildarsafna SÍS.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica