Samband íslenskra sjóminjasafna

Um Samband íslenskra sjóminjasafna

Stofnun Sambands íslenskra sjóminjasafna fór fram 15. október 2006 í húsnæði Víkurinnar – Sjóminjasafnsins í Reykjavík ses að Grandagarði 8, Reykjavík.

Að stofnun sambandsins stóðu sjóminjasöfn landsins og þau söfn þar sem aðallega er fjallað um sjóminjar eða muni tengda sjómennsku, siglingum og strandmenningu Íslands. Þau voru þessi: Byggðasafnið Görðum Akranesi. Byggðasafnið á Hnjóti, Patreksfirði. Byggðasafn Vestfjarða, Ísafirði. Síldarminjasafn Íslands ses, Siglufirði. Sjóminjasafnið á Húsavík. Sjóminjasafn Austurlands, Eskifirði. Sjóminjasafnið á Eyrarbakka. Byggðasafn Garðskaga. Víkin-Sjóminjasafnið í Reykjavík ses.

Í fyrstu stjórn SÍS voru kjörnir Örlygur Kristfinnsson formaður, Jón Sigurpálsson gjaldkeri og af hálfu Þjóðminjasafns Íslands var Ágúst Georgsson valinn í stjórn og gengdi hann hlutverki ritara.





Þetta vefsvæði byggir á Eplica