Sjóminjasöfn

Sjóminjasafnið í Sjóminjagarðinum á Hellissandi

  • SSL21678
  • Sjóminjasafnið í Sjóminjagarðinum á Hellissandi

  • Sandahraun, 360 Hellissandi
    Sími: 844-5969
  • Netfang: mb31 [hjá] centrum.is


Í Sjóminjasafninu í Sjómannagarðinum á Hellissandi eru varðveitt tvö
áraskip, áttæringarnir Bliki og Ólafur Skagfjörð. Blika smíðaði Sæmundur Sigurðsson skipasmiður frá Geitareyjum fyrir Jón Jónsson bónda í Akureyjum í Helgafellsveit árið 1826. Bliki er elsta fiskveiðiskip sem varðveitt er á Íslandi. Ólafur var smíðaður í Flatey á Breiðafirði 1875 - 80. Báðum skipunum var róið frá Hellissandi fram á sjöunda áratug tuttugustu aldar. Í Sjóminjasafninu er endurbyggð sú þurrabúð sem síðast var búið í á Hellissandi, Þorvaldarbúð. Þar eru einnig ýmsir gamlir munir, vélar, veiðarfæri, hvalbein, myndir ofl. Safnið byggir fyrst og fremst á munum frá tíma áraskipanna og frá fyrri hluta tuttugustu aldar.

Til baka Senda


Þetta vefsvæði byggir á Eplica