Grund
Grund
Á Grundarkampi
var einn af elstu kaupstöðum landsins. Hann fékk tvívegis
kaupstaðarréttindi áður en hann var fluttur í Grafarnes, þar
sem Grundarfjarðarkaupstaður stendur nú.
Til eru heimildir frá fimmtándu öld um átök kaupmanna af
ólíku þjóðerni á Grundarkampi. Fyrsta húsið sem vitað er til
að þar hafi verið reist var byggt 1663 og stóð það enn á 18.
öld. Grundarkampur var friðlýstur árið 1985.