Hvalnesviti
  • Hvalnes-vef

Hvalnesviti

Hinn 11,5 m hái Hvalnesviti er byggður úr steinsteypu og er ljóshúsið innbyggt eins og í öðrum brúarvitum. Axel Sveinsson verkfræðingur og Einar Stefánsson húsateiknari hönnuðu þennan vita. Vitinn var byggður árið 1954 og tekinn í notkun árið eftir.

Upphaflega var á honum steinsteypt handrið sem nú hefur verið fjarlægt og handrið úr járni sett í staðinn. Gasljós var í vitanum frá því hann var tekinn í notkun fram til 1982 að hann var rafvæddur.



Þetta vefsvæði byggir á Eplica